Hjóna og Parakeppni Golfskálans og GA 2018

Nú styttist í hið glæsilega Hjóna og Parakeppni Golfskálans og GA 2018 sem verður haldið dagana 10.-11. ágúst næstkomandi. Fullt er í mótið og eru keppendur spenntir fyrir mótinu í ár enda verðlaunin ekki af verri endanum. Við hjá GA hlökkum til að halda mótið og fá alla þessa flottu keppendur í heimsókn og hafa gaman af að spila í skemmtilegu móti á frábærum Jaðarsvelli.

Eins og flestir vita er þetta tveggja daga mót þar sem haldið verður glæsilegt lokahóf og verðlaunaafhending á Laugardeginum. Matseðillinn er aldeilis glæsilegur þar sem helst ber að nefna berjakryddað lambalærið og hjúpaða þorskhnakkann. Eins og áður kom fram eru frábær verðlaun og má sjá lista yfir þau hér að neðan:

 

  1. 2 x flug með Icelandair til USA
  2. 2 x Big Max Aqua V-1 kerrupokar & Big Max kerruhandklæði
  3. 2 x Big Max Blade Quatro kerrur
  4. 2 x Callaway Hyper Dri kerrupokar & Callaway regnhlífar og kerruhandklæði
  5. 2 x Bushnell Excel GPS úr
  6. 2 x Precision Pro fjarlægðarmælar
  7. 2 x Foot Joy golfskór & dúsín af Titleist boltum ásamt Titleist derhúfum
  8. 2 x Ecco golfskór

 

Næstur holu á öllum par-3 brautum báða dagana, (alls 10 holur):

Blanda af 10.000 kr gjafakortum frá Golfskálanum og gjafakörfum

 

Næstur holu í tveimur höggum á 7.braut fyrri keppnisdag:

Karlar – 10.000 kr gjafabréf frá Golfskálanum

Konur – 10.000 kr gjafabréf frá Golfskálanum

 

Lengsta upphafshögg á 15.braut seinni keppnisdag:

Karlar – 10.000 kr gjafabréf frá Golfskálanum

Konur – 10.000 kr gjafabréf frá Golfskálanum

 

Dregið úr nokkrum skorkortum:

Gjafakort frá Golfskálanum og fleira skemmtilegt

 

Teiggjafir:

Callaway Supersoft golfboltar & gæða trétí frá Lees Tees

Völlurinn okkar er í æðislegu standi eftir góða veðrið sem við höfum fengið hér í sumar og hér að neðan má sjá myndir af vellinum frá því í sumar!

Við hlökkum mikið til að fá alla keppendur á þetta glæsilega mót!