Hjóna og parakeppni Golfskálans og GA 2014

Sigurvegar ársins
Sigurvegar ársins

Nú um helgina fór fram Hjóna og parakeppni Golfskálans og GA og tókst mótið frábærlega fyrir utan "örlitla" úrkomu á föstudeginum.

Það voru 200 kylfingar sem tóku þátt í mótinu og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir komuna. 

Veitt voru verðlaun fyrir 7 efstu sætin sem og nándarverðlaun og útdráttarverðlaun og úrslitin urðu eftirfarandi:

1.sæti - Lárus Þór Svanlaugsson og Helga Harðardóttir 67+69=136
2.sæti - Arinbjörn Kúld og Anna Einarsdóttir 69+68=137
3.sæti - Bergþór Jónsson og Rósa Guðmundsdóttir 68+69=137
4.sæti - Jónas Jónsson og Guðlaug María Óskarsdóttir 68+70=138
5.sæti - Máni Ásgeirsson og Helga Hilmarsdóttir 65+74=139
6.sæti - Einar Magnússon og Ingibjörg Bjarnadóttir 66+73=139
7.sæti - Eiríkur Ólafsson og Júlíana Jónsdóttir 67+73=140

Nándarveðlaun fyrri dag:

4.braut - Edda Gunnarsdóttir 0,80 m
6.braut - Þorsteinn Einarsson 1,92 m
11.braut - Ingi Hlynur 2,53 m
14.braut - Friðgeir Guðnason 1,0 m
18.braut - Guðlaug María Óskarsdóttir 0,98 m

Nándarverðlaun og lengsta teighögg seinni dag:

4.braut - Dóra Bjarnadóttir 3,06 m
6.braut - Ómar Örn 2,22 m
8.braut - Lengsta teighögg kvenna - Jóhanna Bárðardóttir
11.braut - Bergþór Jónsson 1,25 m
14.braut - Rúnar Svanholt 2,52 m
15.braut - Lengsta teighögg karla - Pétur Thorsteinsson
18.braut - Óskar Sverrisson 0,62 m

Verðlaunin voru virkilega glæsileg að vanda og voru þau í boði Golfskálans, JGR heildverslunar, Borgarnesi og Björgvins Þorsteinssonar.  Þökkum við þeim kærlega fyrir veittan stuðning  og þeirra þátt í að gera þetta mót jafn glæsilegt og það er.

Skráning á mótið 2015

Ákveðið var að festa niður ákveðnar skráningareglur fyrir mótið.  Þeir kylfingar sem þátt tóku í mótinu þetta árið verða sjálfkrafa skráðir að ári. Það er að sjálfsögðu opið fyrir skráningar hjá öðrum og fara þeir þá beint á biðlista.  Strax í byrjun árs 2015 fá allir þátttakendur þessa árs (2014) sendan póst þar sem beðið er um staðfestingu og jafnan greitt staðfestingargjald, 12 þúsund krónur, sem þarf að greiðast fyrir 20. janúar.  Eftir það verður farið að taka inn af biðlista.

VIð hvetjum því alla sem áhuga hafa á því að vera með að skrá sig á gagolf@gagolf.is og skrá sig á biðlistann hjá okkur þar sem okkar reynsla sýnir að það komast alltaf margir inn af biðlistanum ár hvert.

Hlökkum til að sjá ykkur á næsta ári.