Herramót Rub23 á föstudaginn

Hið stórskemmtilega Herramót Rub23 verður haldið núna á föstudaginn, 2. júlí, og eru glæsilegir vinningar í boði fyrir efstu þrjú sætin, bæði í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Einni verða verðlaun veitt fyrir næstur holu á öllum par 3 holum vallarins. Veðurspáin er frábær fyrir föstudaginn og því um að gera að skrá sig til leiks. 

Höggleikur:
1. sæti.  40.000 króna gjafabréf á Rub23 og bikar
2. sæti.  30.000 króna gjafabréf á Rub23
3.sæti.  20.000 króna gjafabréf á Rub23

Punktakeppni:
1. sæti.  40.000 króna gjafabréf á Rub23 og bikar
2. sæti.  30.000 króna gjafabréf á Rub23
3.sæti.  20.000 króna gjafabréf á Rub23

Best klæddi kylfingurinn verður að sjálfsögðu valinn og fær hann gjafabréf á Rub23 og bikar.

Undanfarin ár hefur verið uppselt í mótið en 100 karlmenn eru velkomnir í mótið og er skráning í fullum gangi hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=2824563

Athugið að ræst er út samtímis af öllum teigum kl.17:30 en mæting er 17:00 í golfskálann. Verðlaunaafhending og léttar veitingar eru beint eftir mót og dregið verður úr skorkortum. 

20 ára aldurstakmark er í mótið eins og undanfarin ár.