Herramót Rub23 á föstudaginn

Hið stórskemmtilega Herramót Rub23 verður haldið föstudaginn 28. júní og eru glæsilegir vinningar í boði fyrir þrjú efstu sætin, bæði í punktakeppni og í höggleik.

Einnig eru verðlaun fyrir næstur holu á par þrjú holum vallarins. 

Höggleikur:

1. sæti.  40.000 króna gjafabréf á Rub23 og bikar

2. sæti.  30.000 króna gjafabréf á Rub23

3.sæti.  20.000 króna gjafabréf á Rub23

Punktakeppni:

1. sæti.  40.000 króna gjafabréf á Rub23 og bikar

2. sæti.  30.000 króna gjafabréf á Rub23

3.sæti.  20.000 króna gjafabréf á Rub23

Best klæddi kylfingurinn verður að sjálfsögðu valinn og fær hann 50.000 króna gjafabréf áRub23 plús bikar

Vinsamlegast athugið að ræst er samtímis af öllum teigum og hefst mótið kl. 17:30. Mæting kl. 17:00.  

Skráningin á netinu er því einungis til þess að hægt sé að raða sér saman í holl.

Verðlaunaafhending og léttar veitingar beint eftir mót og dregið verður úr skorkortum!

 Uppselt var í mótið í fyrra og eru örfá sæti laus í mótið í ár. Skráning fer fram á golf.is eða í síma 462-2974

20 ára aldurstakmark!