Héraðsdómarapróf í golfi

Ágætu félagar.

Golfsamband Íslands stendur fyrir héraðsdómaranámskeiði sem hefst í næstu viku.  Fyrirkomulagið er þannig að haldnir eru fjórir fyrirlestrar og svo er endað á prófi.  Allir þessir fyrirlestrar verða sendir út á netinu og því ekki nauðsynlegt að gera sér ferð til Reykjavíkur.  Fyrirlestrarnir verða á eftirfarandi dögum, 24 mars, 26 mars, 1 apríl og 3. apríl.  Standa þeir allir frá 19 -22.  Prófdagar eru svo 8. og 12. apríl. (hægt er að velja á milli daga)

Viljum við hvetja GA félaga til að fara á þetta námskeið.  Eins og staðan er núna þá vantar okkur sárlega dómara til þess að dæma í okkar mótum.

Þeir sem hafa áhuga og vilja fá nákvæmari upplýsingar geta haft samband við Ágúst í síma 8577009.