Héraðsdómaranámskeið á dagskrá í mars

Dómaranefnd GSÍ stendur fyrir héraðsdómaranámskeiði í marsmánuði eins og hefur verið gert síðustu ár. Fyrirlestrar verða 8., 10.,14. og 18. mars 2022, kl. 19:00 – 22:00.

Fyrirlestrar eru sendir út á netinu og einnig teknir upp. Hægt er að skoða upptökuna seinna ef menn eru uppteknir þegar útsendingin á sér stað.

Námskeiðið er frítt fyrir meðlimi innan GSÍ og viljum við hjá GA endilega hvetja sem flesta til að nýta sér tækifærið og sækja sér frí dómararéttindi í golfi. Það hjálpar okkur hjá GA mikið að vita af dómurum með réttindi sem geta aðstoðað okkur og tekið að sér dómgæslu á þeim fjölmörgu mótum sem við bjóðum upp á ár hvert.

Nánar hér í frétt GSÍ

Þátttöku í héraðsdómaranámskeiði er hægt að tilkynna með því að senda tölvupóst á domaranefnd@golf.is.