Helstu úrslit úr Herramóti Heimsferða & RUB23

Hinrik Hinriksson og Haukur Dór
Hinrik Hinriksson og Haukur Dór

Myndir frá mótinu komnar inn í myndasafn hér til hliðar. Brynja Herborg tók myndirnar.

Alls voru 90 þátttakendur skráðir til leiks í þessu 1. Herramóti GA og tókst það með miklum ágætum.

Úslit er að finna á www.golf.is Sigurvegari mótsins fær nafn sitt á forláta jakka að launum, auk glæsilegra verðlauna.  Að þessu sinni var það Finnur Bessi Sigurðsson sem klæddist jakkanum en hann spilaði á pari vallarins eða 71 höggi, fyrri 9 lék hann á 40 höggum en seinni á 31 höggi.

Í keppnisskilmálum mótsins var tekið fram að keppendur geta ekki þegið verðlaun í báðum flokkum, höggleiks- og punktakeppni, og skal fyrst tekið tillit til punkta síðan besta skors. Eins og fyrr segir var Finnur á 71 höggi og fékk 37 punkta sem var best í punktakeppninni. í 2. sæti var Konráð Vestmann Þorsteinsson, Konni kokkur, einnig með 37 punkta.  Finnur Jörundsson var einnig með 37 punkta í 3. sæti, en Konráð var með betri punktastöðu á seinni 9 holunum.

Í höggleiknum var það Þorvaldur Jónsson sem sigraði á 73 höggum, Kjartan Fossberg Sigurðsson varð í 2. sæti á 75 höggum og Bergur Rúnar Björnsson í 3. sæti einnig á 75 höggum.

Veitt voru verðlaun fyrir "best klædda kylfinginn" og valdi dómnefnd Hauk Dór Kjartansson best klædda kylfinginn. 2 aðrir kylfingar fengu viðurkenningu dómnefndar fyrir flottan klæðnað, það voru þeir Ólafur Gylfason golfkennari hjá GA og Guðmundur S. Guðmundsson.

Heimamenn sópuðu að sér öllum aukaverðlaunum, lengsta teighögg átti Elfar Halldórsson. 

Nándarverðlaun á 4. braut Sverrir Þorvaldsson 2.16m á 6. braut Konráð Vestmann 9.20m á 11. braut Hinrik Hinriksson 3.54m og á 18. braut Heimir Örn Árnason 1.42m

Næst holu í 2. höggi á 10. braut var Friðrik Gunnarsson.

Vill GA þakka Heimsferðum og Veitingastaðnum RUB23 fyrir frábær verðlaun og frábært mót. RUB23 baut upp á léttar veitingar við verðlaunaafhendingu.