Helgaropnun á Jaðri

Jaðar opnaði aftur í dag ef rúmlega viku lokun.  Ef veðurspáin gengur eftir þá ættum við að geta haft opið um helgina og svo verður væntanlega skellt í lás fyrir veturinn þar sem það spáir talsverðum kulda.

Það er þó alls óvíst klukkan hvað hægt verður að opna völlinn á morgun og á sunnudag ef það verður næturfrost.  Biðjum við kylfinga að virða það þar sem það er eingöngu gert til þess að hlífa vellinum fyrir skemmdum.

Þess ber að geta að Jaðar er eingöngu opinn fyrir félagsmenn.