Heimir Jóhannsson fór holu í höggi í gær

Hola í höggi á Jaðarsvelli í 6. sinn á þrem vikum.

Heimir Jóhannsson úr GA sló draumahöggið í gær á 6. holu - hann sló háan bolta frá vinstri til hægri og lenti hann í flatarkanti og rúllaði rólega um 4 metra í holu. Hann sló með 5 járni. Félagar hans úr GA þeir Arnar Árnason, Haraldur Bjarnason og Sævar Gunnarsson voru með honum í holli.

Þetta er í annað sinn sem Heimir fer holu í höggi á Jaðarsvelli, hann var fyrsti kylfingurinn til að fara holu í höggi á nýjum Jaðarsvelli vorið 1973, það var á 1. braut á vetrarflöt. Með honum í holli þá voru Sigurður Stefánsson "Siggi samba" og Jón Sólnes.

Til hamingju Heimir.