Heiðar Davíð stigameistari á Norðurlandsmótaröðinni

Norðurlandsmótaröðin lauk fyrir skömmu en í henni keppa margir af bestu kylfingum Norðurlands.

Þetta er annað árið sem leikið er á mótaröðinni en henni hefur vaxið fiskur um hrygg frá því að hún var sett á laggirnar.

Leikið er í tveimur forgjafaflokkum, meistaraflokk og 1. fokk.

Í meistaraflokki var það Heiðar Davíð Bragason úr GHD sem fór með sigur af hólmi en hann hlaut 4.300 stig úr fimm mótum og vann þrjú þessara móta. Fylkir Þór Guðmundsson varð annar og Ólafur Auðunn Gylfason varð þriðji.

Í 1. flokki var það Björn Auðunn Ólafsson sem bar sigur úr býtum með samtals 3.576 stig.

Í liðakeppni var það Næstum því liðið sem fagnaði sigri og hlaut 402 stig.

Þetta er búið að vera skemmtilegt golfsumar hér fyrir norðan og munu fulltrúar mótaraðarinnar leggjast undir feld í vetur og huga að því hvernig hægt sé að gera mótaröðina fjölmennari og sterkari á komandi ári. Við viljum þakka öllum keppendum sem mættu í sumar og hlökkum til þess að sjá ykkur alla á næsta ári,“ segir á heimasíðu mótaraðarinnar.

Mfl. karla:
1 Heiðar Davíð Bragason 4.300
2 Fylkir Þór Guðmundsson 3.213
3 Ólafur Auðunn Gylfason 3.176
4 Sigurbjörn Þorgeirsson 3.050
5 Örvar Samúelsson 2.900

1. flokki:
1 Björn Auðunn Ólafsson 3.576
2 Gústaf Adolf Þórarinsson 3.000
3 Kristmann Þór Pálmason 2.513
4 Björn Már Björnsson 2.400
5 Arnþór Hermannsson 2.200

Liðakeppni:
1 Næstum því liðið 402
2 Tóti og félagar 382
3 Tarfarnir 380
4 Dude where is my par 375
5 Víkingarnir 268
6 Kók drykkurinn 141
7 Mulliganarnir 123