Haustmóti frestað til sunnudags

Vegna ofankomu í nótt neyddumst við til að fresta Haustmóti GA sem átti að vera í dag, laugardag. Mótið verður á morgun sunnudag og haldast rástímar óbreyttir hjá þeim sem voru skráðir í mótið.

Þeir sem ekki komast í mótið eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á jonheidar@gagolf.is og láta vita svo hægt sé að kippa þeim út úr mótinu. 

Athugið að þeir sem eru skráðir á almenna rástíma á milli 9-11:10 á morgun sunnudag hefja leik á 10.teig og ekki er hægt að fara af stað á 1.teig fyrr en 12:20. Mögulegt er að þeir aðilar geti einungis spilað 9 holur. Þeir sem eru bókaðir á 1.teig frá 11:20-12:10 þurfa mögulega að skjótast á milli eða bíða til 12:20.