Haustmótaröð GA

Í gær, laugardaginn 15 október fór fram fyrsta mótið (vonandi af mörgum :)) í haustamótaröð GA þetta haustið.

Það voru rúmlega 40 hressir kylfingar sem mættu til leiks og léku golf í blíðskaparveðri.

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

1. sæti - Hjörtur Sigurðsson  37 punktar (bestur á seinni 9)

2. sæti - Sigurjón Sigurðsson 37 punktar

3. sæti - Jón Gunnar Traustason 37 punktar.

 

Næstur holu á 18 braut  -  Jón Gunnar Traustason, 30 cm.

 

Við þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir komuna og mót nr 2 í mótaröðinni verður að sjálfsögðu um næstu helgi ef veður leyfir :)