Haustmót GA kvenna sunnudaginn 19. september

Haustmót GA kvenna verður haldið á Jaðarsvelli sunnudaginn 19. september.

Fyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf og verðlaun veitt fyrir fimm efstu sætin. Einnig eru verðlaun fyrir að vera næst holu á par 3 holum vallarins og næst miðjulínu á 16. braut.

Eftir mótið verður boðið upp á kaffihlaðborð frá Jóni Vídalín, verðlaun afhent, dregið úr skorkortum og þar með lýkur starfi sumarsins. Gert er ráð fyrir að hámarki 48 plássum í mótinu. Skráning í GolfBoxinu og lýkur henni föstudaginn 17. september.

2.000kr kostar í mótið og hvetjum við allar GA konur til að skrá sig.