Haustmót GA (2) - verðlaunahafar

Það var glatt á hjalla í gær, sunnudag, þegar haustmót GA (2) var haldið í fínasta veðri á Jaðarsvelli.

44 kylfingar tóku þátt og var mikið um góða spilamennsku hjá kylfingum. Við vonumst að sjálfsögðu til að veðrið verði gott næstu daga og vikur og að við getum haldið annað mót seinna fyrir ykkur.

Hér má sjá verðlaunahafa úr mótinu.

Punktakeppni með forgjöf:
1.sæti: Bjarni Thorarensen Jóhannsson 41 punktar - gjafabréf á Ecco skóm
2.sæti: Dagný Finnsdóttir, 39 punktar (best seinni 9) 5 skipti í Golfhermi GA 
3.sæti: Skúli Gunnar Ágústsson, 39 punktar (betri seinni 9) - Birdiekort á Klappir og 6.000kr gjafabréf á Rub23
4.sæti: Eiður Guðni Eiðsson, 39 punktar - 10.000kr gjafabréf á Strikið
5.sæti: Heiðar Davíð Bragason, 38 punktar (betri seinni 9) - Birdie kort á Klappir, æfingasvæði GA

Höggleikur án forgjafar:
1.sæti: Skúli Gunnar Ágústsson, 65 högg - 5 skipti í golfhermi GA

Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu GA á milli 8-16 alla virka daga