Haustmót GA (2) á morgun, sunnudag

Haustmót GA (2) verður haldið á morgun, sunnudag, á Jaðarsvelli. Verðlaun fyrir efstu fimm sætin í punktakeppni með forgjöf og efsta sætið í höggleik án forgjafar. 

Skráning á golfbox er opin til 18:00 í dag en hægt er að mæta á rástíma og skrá sig á morgun á staðnum. Starfsmaður GA verður á skrifstofunni og tekur á móti mótsgjaldi og verður golfbúðin einnig opin.

Athugið að veitingasalan hjá Vídalín er ekki opin á morgun.