Haustmót GA (1) á sunnudaginn

Haustlitirnir eru fallegir - tilvaldir í golfið!
Haustlitirnir eru fallegir - tilvaldir í golfið!

Þá er komið að fyrsta og vonandi ekki síðasta haustmóti GA. Á sunnudaginn næsta höldum við haustmót GA í blíðskaparveðri. Spilaður verður höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í bæði höggleik og punktakeppni. Aðeins kylfingar með virka forgjöf geta unnið til verðlauna í punktakeppni.

Einnig verða veitt nándarverðlaun á 4. 11. og 18. holu. Skráning á golf.is og í síma 462-2974. Aðeins 3.000kr kostar í mótið! 

Unglingar 0-14 ára leika af rauðum teigum.
Karlar 15-69 ára leika af gulum teigum.
Karlar 70+ leika af rauðum teigum.
Konur leika af rauðum teigum.

Við hvetjum kylfinga til að taka þátt og reyna að lækka forgjöfina í haustblíðunni á Jaðri. 

Verðlaun:
Punktakeppni
1.sæti: Clickgear kerra
2.sæti: Gjafabréf á Strikið og Ping derhúfa
3.sæti: GA derhúfa og hálskragi ásamt Titleist kúlum

Höggleikur
1.sæti: Gjafabréf frá Ecco
2.sæti: Gjafabref á Strikið og Ping derhúfa
3.sæti: GA derhúfa og hálskragi ásamt Titleist kúlum

Nándarverðlaun: Gjafabréf í golfhermi GA

Keppnisskilmálar:

  1. Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasæti í punktakeppni þá skal reikna punktafjölda á seinni 9 holunum (10-18). Verði enn jafnt skal reikna högg á síðustu 6 holunum, þá 3.,2., og 1.  Verði enn jafnt skal skal varpa hlutkesti. Verði leikmenn jafnir í fyrsta sæti í höggleik þá skal reikna höggafjölda á seinni 9 holunum (10-18).  Verði enn jafnt skal reikna högg á síðustu 6 holunum, þá 3.,2., og 1.  Verði enn jafnt skal skal varpa hlutkesti.
  2. Karlar leika af gulum teigum og konur, öldungar 70 ára og eldri og unglingar 14 ára og yngri leika af rauðum teigum.
  3. Hámarksleikforgjöf í mótið er 36.
  4. Leikmenn bera ábyrgð á að réttir teigar séu skráðir á skorkortin og forgjöf sé rétt.
  5. Aðeins kylfingar með virka forgjöf geta unnið til verðlauna í punktakeppni.