Haustmót GA

Fyrsta haustmót GA verður haldið núna á sunnudaginn 2. október. 

Veðurspáin fyrir sunnudag er afar góð en 11 stiga hiti og logn er spáin og hlökkum við til að geta boðið kylfingum okkar upp á golfmót í haustblíðunni.

Verðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og höggleik án forgjafar.

Hæst er gefin leikforgjöf 28 hjá körlum og 32 hjá konum. Karlar 15-69 ára leika af gulum teigum, konur, karlar 70+ og drengir 14 ára og yngri leika af rauðum teigum. 

Einungis geta þeir kylfingar sem eru með virka forgjöf í klúbbi innan GSÍ unnið til verðlauna í punktakeppni með forgjöf.

Verðlaun eru til að mynda gjafabréf á Rub23, gjafabréf frá Ecco ásamt golfvarningi úr golfbúð GA.

Hlökkum til að sjá sem flesta en skráning fer fram á golfbox einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu GA í síma 462-2974 eða á skrifstofa@gagolf.is til að skrá sig.