Hatta og Pilsamótið er næsta föstudag!

Minnum á hið glæsilega Hatta og Pilsamót sem verður næsta föstudag þann 27. Júlí klukkan 17:00.

Síðasti skráningardagur er 24. Júlí og er skráning á golf.is eða á skrifstofu GA. Verðið er 4500kr í beinhörðum peningum og innifalið í því er dýrindis kvöldverður að hætti Jóns Vídalín.

Minnum allar konur að koma vel klæddar í þetta glæsilega mót með bros á vör!