Hatta- og pilsamót GA kvenna - Úrslit

Það voru um 40 glæsilegar konur skráðar til leiks í þessu árlega móti GA kvenna.

Mikið var um dýrðir hjá GA konum í gær þegar 40 glæsilega klæddar konur mættu til leiks í blíðskapar veðri. Þær voru hver annarri glæsilegri í kjólum og með hatta.

Unnur Elva Hallsdóttir fékk sérstök verðlaun fyrir sinn hatt. Sólveig Erlendsdóttir var verðlaunuð fyrir flottasta búninginn.

Leikinn var 9 holu punktakeppni

Veitt voru verðlaun fyrir færstu púttin, þar er keppt um forláta verðlaunagrip sem allar konur vilja vinna í þetta sinn var það Eva Magnúsdóttir sem var með fæst pútt 13 talsins.

1 sæti Guðrún Steinsdóttir

2 sæti Guðrún Kristjánsdóttir     

3 sæti Linda Benediktsdóttir     

Næst holu 11. braut María Daníelsdóttir

Næst holu 14. braut Aðalheiður Guðmundsd       

Næst holu 18. braut Guðrún Kristjánsdóttir               

Lengsta teighögg á 15 braut Linda Hrönn         

Að móti loknu var mikil veisla en maturinn var frá Vídalín Veitingum.

Búið að setja nokkrar myndir inn í myndasafn - fleiri væntanlegar http://www.gagolf.is/is/um-ga/myndir/hatta-og-pilsamot-ga-kvenna-2012