Hatta- og pilsamót GA kvenna föstudaginn 24. júlí

Föstudaginn 24. júlí n.k. verður Hatta- og pilsamótið haldið að Jaðri.
Mótið er innanfélagsmót og er opið öllum félagskonum í GA sem mæta allar í sínu fínasta pússi; kjól/pilsi og með hatt.    

Spiluð verður 9 holu punktakeppni og veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sætið og sitthvað fleira.

Mæting er kl. 17:00 og verður ræst út af öllum teigum klukkan 17:30.
Mótsgjaldið er 6.000 kr. og greiðist á staðnum í peningum (enginn posi). Innifalið í mótsgjaldinu er dýrindis veisluborð að hætti Jóns Vidalín og fordrykkur.

Skráning fer fram í gegnum golf.is (golfbox) en einnig er hægt að hringja upp í golfskála til að láta skrá sig – síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 21. júlí.
Athugið að það er takmarkaður fjöldi á mótið, svo endilega skráið ykkur sem fyrst.

Golfkveðjur frá nefndinni.