Hatta- og pilsamót GA kvenna

Það voru 40 glæsilegar konur skráðar til leiks.

Mikið var um dýrðir hjá GA konum í gær þegar 40 glæsilega klæddar konur geystust út á völlinn. Þær voru hver annarri glæsilegri í kjólum og með mikla hatta. Nokkrar myndir komnar í myndasafnið undir kvennastarf.

Leikinn var 9 holu punktakeppni og einnig voru veitt verðlaun fyrir færstu púttin, þar er keppt um forláta verðlaunagrip sem allar konur vilja vinna.

Anna Freyja Eðvarðsdóttir var svo heppinn að fá hann í ár en hún púttaði einungis 14 sinnum.

Þetta mót vannst á 22 punktum en það var Linda Benediktsdóttir sem lék kvenna best.

Í 2. sæti var Kristín Björnsdóttir með 20 punkta, í 3. - 6. sæti voru Halla Sif Svavarsdóttir, Halldóra Garðarsdóttir, Unnur Elín Guðmundsdóttir og Unnur Elva Hallsdóttir með 18 og 17 punkta.

Að móti loknu var mikil veisla en maturinn var frá Vídalín Veitingum.