Hatta- og pilsamót GA 2010

Helstu úrslit úr Hatta- og pilsamóti GA.

Föstudaginn 30. júlí var haldið hið stórskemmtilega hatta- og pilsamót þar sem 47 konur voru skráðar til leiks. Leikfyrirkomulag er 9 holu punktakeppni með forgjöf og veitt verðlaun fyrir 6 efstu sætin auk fjölda annarra verðlauna. Keppt var um forláta pútter sem Guðný 'Oskarsdóttir vann að þessu sinni en verðlaunin fær sú kona sem hefur fæst pútt á 9 holunum.

Sigurvegari mótsins var  Sólveig Erlendsdóttir með 18 punkta, í 2.sæti Jónína Ketilsdóttir, í 3. sæti Anna Freyja Eðvaðsdóttir, í 4. sæti Þórunn Bergsdóttir, allar með 18 punkta í 5. sæti Sveinbjörg Laustsen með 17 punkta og í 6. sæti Guðrún Kristjánsdóttir einnig með 17 punkta.

 

Lengsta teighögg á 17 braut : Unnur Elfa Hallsdóttir

Næst holu á 11. braut Þórunn Anna Haraldsdóttir og á 18. braut Sigrún Kristín Jónsdóttir

 

Síðan var dreginn fjöldinn allur af vinningum úr skorkortum. Vill kvennanefndin þakka þeim fjölmörgu sem gáfu verðlaun og vinninga í mótið.

 

Matur var í mótslok frá Veisluþjónustunni