Hatta- og pilsamót 2008

Hatta- og pilsamótið haldið í blíðskaparveðri.

Metþátttaka var í mótinu tæplega 50 konur voru skráðar til leiks og var spiluð punktakeppni með forgjöf - veitt voru verðlaun fyrir 6 efstu sætin auk fjölda annarra verðlauna einnig var dregið úr skorkortum og fóru flestar konurnar heim hlaðnar verðlaunum. Vill kvennanefndin þakka öllum þeim sem gáfu verðlaun í mótið. Húsasmiðjunni, EJS, Vodafone, Kolbrúnu listakonu, Medúllu, Kjarnafæði, Ölpunum í Hrísalundi, BYKO, Samson hársnyrtistofa, Veiðhornið Sunnuhlíð, Blómabúð Akureyrar, Adam og Evu og Kaffibrennslunni.

í 1. sæti var Agnes Jónsdóttir, Anna Freyja Eðvarðsdóttir í 2. sæti, í 3. sæti Halla Sif Svavarsdóttir, 4. sæti Guðrún Kristjánsdóttir, 5. sæti Unnur Hallsdóttir og í 6. sæti Leanne Carol Legget

Myndir frá mótinu eru á myndasíðu.