Háforgjafarmót Svefn&heilsu og Spalding

Konráð Þorsteinsson og Hjörtur Sigurðsson unnu á 63 höggum.

Mjög góð þátttaka var í mótinu og hefur þetta leikform mælst mjög vel fyrir hjá okkar háforgjafarkylfingum.

Konráð Þorsteinsson og Hjörtur Sigurðsson úr GA unnu á 63 höggum, Egill Örn og Erna Valdís úr GKG voru í 2. sæti á 64 höggum, Þórhallur Pálsson og Helgi Gunnlaugsson úr GA voru í 3. sæti á 65 höggum og í 4. sæti voru þeir Darren Patton og Árni Magnússon úr GA á 66 höggum.

Helgi Gunnlaugsson var næstur holu á 4. braut 4.39 m frá og Konráð Þorsteinsson var næstur holu á 18. braut 2.79 m frá holu.