Nú er veturinn farinn af stað og því er nóg um að vera í inniaðstöðunni okkar á Jaðri.
Við erum komnir með Trackman iO herma í alla sex hermana okkar og fara bókanir fram á boka.gagolf.is eins og undanfarin ár.
Nú á haustmánuðum kom Jaðarsvöllur inn í Trackman og geta því félagsmenn okkar og aðrir gestir spilað Jaðarsvöll við bestu mögulegu aðstæður allt árið um kring.
Við minnum GA félaga á að hægt er að versla 10klst kort á 37.200kr í afgreiðslu GA.