Greifamótið 2012 - Lokamót Norðurlandsmótaraðar - Úrslit

Lokamót Norðurlandsmótaraðarinnar fór fram í dag að Jaðri.

Það var frekar kalt fyrst í morgun en varð heitarar eftir því sem leið á daginn. Um 80 keppendur voru skráðir til leiks í 5 flokkum. Byrjendur sem voru á grænum teigum og 12 ára og yngri á rauðum teigum fóru öll 9 holur. 18 ára og yngri fóru svo 18 holur. Eftir hringinn tóku svo allir þátt í púttkeppni og einnig var nándarverðlaun í öllum flokkum á 18. holu, bæði í stráka og stelpu flokki. Á verðlaunaafhendingu voru veitt verðlaun fyrir mótið ásamt því að stigameistarar voru krýndir. 

Greifinn veitingahús á Akureyri er aðalstyrktaraðili mótsins

Í teiggjöf fengu allir keppendur kúlur og tí frá Arionbanka

Í mótslok fengu svo allir keppendur og aðstandendur pylsur í boði Norðlenska

Öll úrslit má finna hér.

Nánari upplýsingar um stigameistara má svo finna hér