Greiðsla árgjalda 2018

Enn eru nokkrir meðlimir sem eiga eftir að greiða árgjöldin fyrir 2018 eða semja um greiðslur og biðjum við þá kylfinga um að hafa samband við Steindór framkvæmdarstjóra í síma 847-9000 eða á steindor@gagolf.is. Einnig er hægt að koma upp á skrifstofu upp á Jaðri á virkum dögum og gera grein fyrir sér og greiða árgjöldin.

Þann 20. maí verða þeir kylfingar sem ekki hafa greitt eða samið um greiðslu teknir út af golf.is og geta því ekki skráð sig á rástíma.

Völlurinn kemur vel undan vetri og trúum við því að golfsumarið 2018 verði magnað með þátttöku ykkar :)