Greiðsla árgjalda

Búið er að senda greiðsluseðla vegna árgjalda 2015 í heimabankann.  Þeir GA félagar sem ekki eru með heimabanka geta haft samband við skrifstofu GA í síma 462 3846 og gengið frá greiðslu árgjalda.  Einnig er í boði að dreifa árgjaldinu á allt að 9  mánuði með kreditkorti.

Sú nýbreytni verður þetta árið með greiðslu árgjalda 14 ára og yngri að sú greiðsla fer í gegnum Nora greiðslukerfi Akureyrarbæjar.  Til þess að foreldrar geti nýtt sér frístundaávísun Akureyrarbæjar, þá verða þeir að skrá barnið sitt í gegnum Nora kerfið.  Opnar þessi skráning strax á nýju ári og verða þá allar upplýsingar settar hér á heimasíðuna.