Gregor Brodie landsliðsþjálfari Íslands heimsótti GA

Brynjar Eldon Geirsson og Gregor Brodie. Mynd/seth@golf.is
Brynjar Eldon Geirsson og Gregor Brodie. Mynd/seth@golf.is

Síðastliðinn miðvikudag kom nýr afreksstjóri GSÍ, Gregor Brodie, í heimsókn til okkar hjá GA. Greg hóf störf hjá GSÍ um miðjan mars og eru miklar vonir bundnar við starf hans. Hann hefur á undanförnum árum verið í þjálfarateymi golfsambandsins í Wales en hann hefur mikla reynslu á þjálfun afrekskylfinga og hefur þjálfað atvinnukylfinga á Evrópumótaröð karla, Áskorendamótaröð karla, LET Evrópumótaröð kvenna auk áhugakylfinga í fremstu röð á heimsvísu.

Við hjá GA erum gríðarlega þakklát að hafa fengið Greg í heimsókn en hann talaði við krakkana í GA ásamt því að ræða við Heiðar Davíð og Stefaníu Kristínu um stöðuna hér hjá okkur í GA og þjálfunin hjá okkur. 

Við þökkum Greg kærlega fyrir komuna og hlökkum til að sjá meira af honum í framtíðinni.