Úrslit úr Greensomegleði GA

Mikil gleði er meðal kylfinga á Greensomegleðinni.
Mikil gleði er meðal kylfinga á Greensomegleðinni.

Greensomegleði GA var haldin í dag í sannkallaðri norðanblíðu og var völlurinn í glæsilegu standi fyrir kylfinga. 29 lið voru skráð til leiks og höfðu kylfingar afar gaman af greensome fyrirkomulaginu en í dag var einstaklega mikilvægt að treysta á liðsfélagann.

Það voru þeir Ásgeir og Finnur sem stóðu sig best í dag en þeir enduðu á 66 höggum (5 undir pari) með forgjöf sem verður að teljast ansi gott í þessu fyrirkomulagi. Á eftir þeim komu Anton og Sturla (Karlarnir í Krapinu) á 68 höggum og þar á eftir Hjörtur og Auðunn (Vinstri/Hægri) á 70 höggum sem hrepptu þriðja sætið. Það var svo hún Guðrún Garðarsdóttir sem komst næst 18. holunni eftir upphafshöggið en þar sló hún glæsilegt högg.

Við þökkum öllum kylfingum fyrir þátttökuna í þessu flotta móti og óskum verðlaunahöfum til hamingju.

Verðlaunahafar eru beðnir að sækja verðlaun sín á skrifstofu GA að Jaðri fyrir 10. Júní.

1. Sæti - 66 högg með forgjöf

Ásgeir og Finnur (Ásgeir Andri Adamsson og Finnur Heimisson)

2. Sæti - 68 högg með forgjöf

Karlar í Krapinu (Sturla Höskuldsson og Anton Ingi Þorsteinsson)

3. Sæti - 70 högg með forgjöf

Vinstri/Hægri (Hjörtur Sigurðsson og Auðunn Aðalsteinn Víglundsson)

Næst holu á 18.

Guðrún Garðarsdóttir - 1.68m

Sæti Liðsnafn Skor m. fgj.
1 Ásgeir og Finnur 66
2 Karlar í krapinu 68
3 Vinstri/Hægri 70
4 Dívurnar 71
5 Turnarnir Tveir 72
6 Björn 73
7 Tengdarsynir Kópaskers 73
8 Chelsea eru bestir 75
9 Grín 75
10 Hægri/Vinstri 76
11 Eiki og Sveinn 77
12 Jóhann Már 77
13 Hjónakornin 77
14 D2 77
15 The Wrights 78
16 Halla Berglind Arnarsdóttir 78
17 Veigar og Skúli 79
18 Sailors 79
19 Jólasveinarnir 79
20 Hartí bátinn 79
21 Lækjarsel 80
22 Þröstur Ingólfsson 81
23 Grétar Bragi Hallgrímsson 81
24 Hættulegir Kálfar 81
25 Skolli og Skrambi 81
26 Anfield 82
27 Arnar Páll Guðmundsson 82
28 Fræknar Frænkur 90
29 Liverpool 95