Golfvöllurinn

Ástand vallarins á vordögum.

Eins og glöggir kylfingar sjá þá hafa veðurguðirnir ekki leikið við okkur í vetur og vor, er því erfitt að segja til um opnun vallar, stór svæði hafa skemmst eftir veturinn, brautir sem og flatir. Er þetta  einn versti vetur í langa tíð hvað varðar m.a.  klakamyndun.  Búið er að vinna í flötum og er því ekkert annað að gera en að vona og bíða eftir betra og hlýrra veðri. Opnað verður um leið og völlurinn býður upp á spil. Augljóslega verður eitthvað um vetrarflatir í óákveðinn tíma þar sem sumar flatir eiga langt í land.

Við munun setja inn á síðuna og senda út tölvupóst um leið og skýrist með opnun.

Unnið er að stækkun teiga á 1,7,13 og 14 eins og fram hefur komið og er 7. teigur langt kominn í þökulagningu, fylgja hinir svo á eftir. Byrjað verður svo á fínmótun á 13. og 1. flöt um mánaðarmót.