Golfskóli GA - tvö námskeið eftir

Golfskóli GA hefur verið haldinn þrisvar sinnum í sumar og hafa börn skemmt sér konunglega við að læra undirstöðuatriðin í golfi undir handleiðslu kylfinga hjá okkur. Námskeiðin eru frá 10-13 alla virka daga og er innifalið í því hádegismatur frá 12:30-13:00.

Skráning fer fram í gegnum sportabler eða hér: https://www.sportabler.com/shop/ga/golf

Við hlökkum til næstu tveggja námskeiða og að taka á móti fleiri upprennandi kylfingum.