Golfskóli GA sumarið 2015

Golfskóli GA eru golfnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára sem vilja læra grunntækni golfsins á skemmtilegann hátt.

Við hjá Golfklúbbi Akureyrar trúum því að besta leiðin til að kenna krökkum golf sé með skemmtilegum leikjum og leggjum mikið upp úr því að halda í gleðina.

Þátttakendum verður skipt í smærri hópa og hefur hver hópur sinn kennara.

Skipt verður í hópa eftir aldri og kunnáttu þannig að allir njóti sín sem best.

Boðið verður upp á 6 námskeið í sumar.

Námskeið1:  8.-12. Júní 
Námskeið 2:  15.-19. júní (frí 17. júní)
Námskeið 3:  22.-26. júní
Námskeið 4:  29. júní - 3. júlí
Námskeið 5:  13.-17. júlí
Námskeið 6:  27.-31. júlí


 Kennt er frá 09:00 – 12:00 mánudag-föstudags. 

Vikunni líkur svo með þrautum og pizzuveislu og einnig fá krakkarnir viðurkenningarskjöl.
Námskeiðin eru öllum opin.  Hægt er að fá lánaðar kylfur á staðnum.

Skráning: Sími 462-2974 eða agust@gagolf.is

Þátttökugjald per námskeið er 12.000 krónur, (10.000 krónur fyrir fjögurra daga námskeiðin).  Gengið skal frá greiðslu við skráningu. 
Kjósi krakkarnir að fara á fleiri námskeið er gjaldið 6.000 krónur fyrir námskeið tvö.  Hvert námskeið umfram tvö er svo ókeypis svo framarlega sem ekki er orðið fullt í viðkomandi námskeið.

Þeir krakkar sem eru nú þegar félagar í GA greiða 6.000 krónur fyrir námskeiðið (5.000 krónur fyrir fjögurra daga námskeið).  Kjósi krakkarnir að fara á fleiri en tvö námskeið eru þau ókeypis, (þ.e. öll námskeið umfram tvö)

Allir krakkar sem ljúka námskeiðum hjá GA verða skráðir í golfklúbbinn og þannig orðið fullgildir meðlimi í GA og þá tekið fullan þátt í æfingum á vegum GA undir handleiðslu golfkennara.

Veittur er systkinaafsláttur, 25 % af gjaldi annars, þriðja og fleirri systkina.