Golfskóli GA fyrir börn 6-14 ára

Golfskóli GA 2019 eru golfnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára sem vilja læra grunntækni golfsins á skemmtilegann hátt. Við hjá Golfklúbbi Akureyrar trúum því að besta leiðin til að kenna krökkum golf sé með skemmtilegum leikjum og leggjum mikið upp úr því að halda í gleðina.

Dagsetningar námskeiða 2019 eru eftirfarandi:
3-7 júní
11-14.júní - 4 daga námskeið (12.000kr)
18-21.júní - 4 daga námskeið (12.000kr)
1-5.júlí.
22-26.júlí
29-2.ágúst
6-9.ágúst - 4 daga námskeið (12.000kr)

Skráning fer fram á skrifstofu GA í síma 462-2974 eða á netfangið skrifstofa@gagolf.is

  • Skólastjóri Golfskóla GA er Stefanía Kristín, stefania@gagolf.is.
  • Þátttökugjald á fyrsta námskeið er kr. 15.000.-
  • Kjósi börn að fara á fleiri námskeið er gjaldið kr. 10.000.- fyrir hvert námskeið eftir það. Gengið skal frá greiðslu við mætingu á fyrsta degi.
  • Kennt er frá 09:00 – 12:00 mánudag-föstudags. 
  • Innifalið í verðinu er hádegismatur í Golfskálanum kl. 12-12:30 mánudag-fimmtudag. 
  • Vikunni lýkur svo með skemmtilegum þrautum og pizzuveislu og einnig fá krakkarnir viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.

Frekari upplýsingar hér