Golfskóli GA 2023

Þá er skráning hafin í Golfskóla GA sumarið 2023. 

Golfskólinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarin sumur og eru dagsetningar fyrir námskeiðin klárar og hlökkum við til að taka á móti vöskum hópi efnilegra kylfinga á námskeiðin okkar. Þau eru kennd frá 10-12:30 og er hádegismatur að lokinni hverri æfingu. Skráning fer öll fram í gegnum sportabler og er hægt að nálgast hana hér: https://www.sportabler.com/shop/ga/golf

Námskeiðin eru öllum krökkum á aldrinum 6-14 ára opin og er hægt að fá lánaðar kylfur á staðnum.