Golfskóli GA 2022

Golfskóli GA 2022 eru golfnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára sem vilja læra grunntækni golfsins á skemmtilegan hátt. Við hjá Golfklúbbi Akureyrar trúum því að besta leiðin til að kenna krökkum golf sé með skemmtilegum leikjum og leggjum mikið upp úr því að halda í gleðina.

Dagsetningar fyrir 2022 eru klárar og eru þær eftirfarandi:
6. - 10. júní
13. - 16. júní  (4 dagar. Ekki kennt 17. júní)
27. júní - 1. júlí
18. - 22. júlí 
25. - 29. júlí

Kennt er frá 10-12:30 mánudag-föstudags og er innifalið í verðinu hádegismatur í golfskálanum eftir kennslu alla daga og pizzuveislu frá Dominos á föstudeginum.

Námskeiðsgjaldið er 20.000kr og innifalið í því er hádegismaturinn, athugið að 16.000kr kostar á námskeiðið 13-16 júní.

Öll skráning og greiðsla fyrir námskeiðið fer fram á sportabler og er hægt að skrá sig hér: https://www.sportabler.com/shop/ga/golf