Golfskóli GA 2020

Golfskóli GA 2020 eru golfnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára sem vilja læra grunntækni golfsins á skemmtilegann hátt. Við hjá Golfklúbbi Akureyrar trúum því að besta leiðin til að kenna krökkum golf sé með skemmtilegum leikjum og leggjum mikið upp úr því að halda í gleðina.

Helstu upplýsingar.

  • Þátttakendum verður skipt í smærri hópa og hefur hver hópur sína kennara.  
  • Skipt verður í hópa eftir aldri og kunnáttu þannig að allir njóti sín sem best.  
  • Kennt er frá 10:00 – 12:30 mánudag-föstudags. 
  • Innifalið í verðinu er hádegismatur í Golfskálanum kl. 12:30-13 mánudag-fimmtudag. 
  • Vikunni lýkur svo með pizzuveislu frá Dominos þar sem krakkarnir fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.
  • Námskeiðin eru öllum opin.  Hægt er að fá lánaðar kylfur á staðnum.
  • Þátttökugjald á hvert námskeið er kr. 15.000.-

Skráning fer fram á skrifstofu GA í síma 462-2974 eða á netfangið skrifstofa@gagolf.is

Dagsetningar námskeiða 2020 eru eftirfarandi:
15.-19. júní - 4 daga námskeið (12.000kr)
29. júní-3.júlí
13.-16. júlí.
20.-24. júlí
27.-31. júlí