Golfskóli GA

Í dag líkur 1. Golfskóla GA - Námskeiði fyrir börn og unglinga á aldrinum 7 - 13 ára.

Uppselt var á þetta fyrsta golfnámskeið, sem í alla staði var mjög skemmtilegt að sögn ungu framtíðarkylfinganna, mörg hver segjast ætla að halda áfram og læra og æfa meira golf.

Boðið er upp á það að þeir sem ljúka golfskóla geta greitt viðbótargjald og orðið fullgildir félagar í Golfklúbbi Akureyrar og stunda æfingar og spil undir handleiðslu kennara og leiðbeinenda í sumar og næsta vetur í inniaðstöðu okkar í Íþróttahöllinni. Næsti Golfskóli byrjar á morgun miðvikudaginn 13. júní og eru 4 sæti laus í hann.

Síðan er 3. Golfskólinn vikuna 2. - 6. júní

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu GA í síma 462 2974, líka má finna upplýsingar um allt barna og unglingastarf á heimasíðu klúbbsins www.gagolf.is

Golfkennari er Ólafur Gylfason PGA, leiðbeinendur með honum í sumar eru Friðrik Gunnarsson einn af okkur betri afrekskylfingum, brautskráður af íþróttabraut VMA, Birgitta Guðjónsdóttir íþróttakennari, ásamt leiðbeinendum úr hópi yngri afrekskylfinga klúbbsins.