Golfskóli GA

David ásamt hópi barna á fyrsta námskeiði
David ásamt hópi barna á fyrsta námskeiði

Fyrsta Golfskólanum lokið.

Í gær föstudag lauk fyrsta barna námskeiði GA - Golfskólanum sem starfræktur hefur verið í nokkur ár, en nú með breittu sniði undir stjórn David Barnwell golfkennara. 16 krakkar voru á fyrsta námskeiðinu og hefst næsta námskeið núna eftir helgina. Kennt er 5 virka daga frá kl.9-12 og eru krakkarnir orðnir fullgildir félagar í Golfklúbbi Akureyrar að því loknu og standa þeim þá til boða æfingar allt frá 2-4 sinnum í viku auk þess sem þau geta komið og spilað þegar þau eru tilbúin til þess að mati kennara.