Golfskálinn verður aðalstyrktaraðili Hjóna og parakeppni GA

Golfskálinn og Golfklúbbur Akureyrar hafa handsalað samning um samstarf næstu árin.
Golfskálinn mun verða aðalstyrktaraðili Hjóna-og paramóts GA sem haldið er í ágúst ár hvert. Mótið mun bera nafn Golfskálans og GA. Um er að ræða tveggja daga mót þar sem spilaður er betri bolti fyrri daginn og Greensome seinni daginn. Mótið fer fram 8.-9.ágúst þetta árið.
Golfskálinn mun verða með glæsileg verlaun í mótinu og verður heildarverðmæti vinninga milli 6-700 þúsund krónur. Verðlaun verða veitt fyrir 5 efstu sætin en einnig verða aukaverðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna sem og nándarverðlaun karla og kvenna. Mótinu lýkur svo með glæsilegri veislu og verðlaunaafhendingu á laugardagskvöldinu. 
Strákarnir í Golfskálanum verða á Jaðarsvelli alla helgina þar sem keppendum verður boðið upp á demodag og vörukynningu.
Þess ber að geta að það er nú þegar uppselt í þetta mót í ágúst.
Erum við hjá GA virkilega ánægð með þetta samstarf við Golfskálann og bjóðum þá hjartanlega velkomna hingað norður.