Golfskálinn með sveiflumælingu 16.-17.feb

Helgina 16-17. febrúar næstkomandi verður Golfskálinn með sveiflumælingu í inniaðstöðu GA, Golfhöllinni. Þetta er einstakt tækifæri fyrir kylfinga til að skoða sveifluna sína áður en sumarið gengur í garð. Mikið úrval verður af kylfum og frábært verð, verð á sveiflumælingu einungis 8.900kr. Það verða þeir Jón Gunnar og Bergur sem koma frá Golfskálanum og taka vel á móti ykkur í Golfhöllinni.

Nánari upplýsingar og tímapantanir á skrifstofa@gagolf.is - Tímapantanir eru á milli 10-17 laugardag og sunnudag. 

Hvetjum sem flesta til að skrá sig í mælingu.