Golfskálinn á Jaðri fær andlitslyftingu

Golfskálinn á Jaðri fór nú nýverið í gegnum talsverða andlitslyftingu þegar að loftið í skálanum var málað hvítt.  Það voru nokkrir vaskir GA félagar sem tóku sig til og máluðu allt loftið í salnum sem og veggina.  Óhætt er að fullyrða að salurinn er talsvert fallegri og bjartari svona auk þess sem þetta stækkar hann verulega.

Á myndinni hér að neðan má sjá málarana stilla sér fallega upp fyrir myndatöku og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Málarameistararnir