Golfreglunámskeið vel sótt

Aðalsteinn Örnólfsson alþjóðadómari fór yfir reglurnar.

Um 40 manns voru mættir í morgun að hlíða á Aðalstein Örnólfsson alþjóðadómara fara yfir helstu reglur í golfinu.

Miklar umræður sköpuðust um hinar flóknu reglur og voru þáttakendur mjög virkir á námskeiðinu. Fyrirhugað er að halda annað námskeið síðari hluta maí mánaðar og þá fyrir þá félaga helst sem gengið hafa í klúbbinn nú síðustu 2 - 3 árin, en eru aðrir kylfingar einnig velkomnir.

Mun svo vera líka sér námskeið fyrir börn og unglinga á vegum unglinganefndar, dómara klúbbsins og kennara.