Golfnámskeið fyrir GA félaga með 40 og hærra í forgjöf

Styttist í golfsumarið!
Styttist í golfsumarið!

Næstu helgi, 9-10.mars er námskeið fyrir GA félaga með 40 og hærra í forgjöf þar sem farið verður í sveifluna og stutta spilið.

Námskeiðið verður frá kl.11-12 og fer fram í inniaðstöðu GA í kjallara íþróttahallarinnar.
10 manns komast að í námskeiðinu og skráning fer fram með því að senda meil á heidar@gagolf.is, námskeiðsgjald er 8.000kr og greiðist fyrir námskeiðið. Ef skráning fer fram yfir 10 þá verður bætt við hóp sem verður frá kl.12-13.  

Það styttist í golfsumarið og þetta er frábært tækifæri til þess að koma leiknum af stað.

Þjálfarar eru Heiðar Davíð og Ólafur Auðunn.