Golfnámskeið

Golfklúbbur  Akureyrar býður upp á byrjenda námskeið á nýju ári og er þar kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja byrja í golfi að mæta og læra réttu handtökin.  Þetta er einnig kjörið námskeið fyrir þá sem eru rétt komnir af stað og vilja aðeins skerpa á tækninni.

Til þess að ná góðum og skilvirkum árangri er mikilvægt að fara vel af stað og læra réttu aðferðinar og rétta tækni til þess að vera vel undirbúinn þegar snjóa leysir í vor og sól hækkar á lofti. Með skipulögðum og góðum æfingum yfir vetrarmánuðina þá mun skorið og forgjöfin án nokkurs efa lækka þegar sól tekur að hækka á lofti og sumarið lætur sjá sig.

Í boði er átta vikna hópnámskeið þar sem verður farið verður í grunnatriði golfsveiflunnar og hvað þarf til að ná árangri í golfi.

Kennslan fer fram í Golfhöllinni og eru tímar einu sinni í viku, á miðvikudögum og skiptist þannig:

Hópur 1 – konur.  kl. 19.30 til 20.30

Hópur 2 – karlar.  kl. 20.30 to 21.30

Námskeiðið byrjar miðvikudaginn 11. febrúar og stendur til og með miðvikudagsins 1. apríl.

Hámarksfjöldi í hóp er 10 manns, lágmarksfjöldi er 6 manns.

 

Kennari er Friðrik Gunnarsson.  PGA golfkennaranemi.

 

Verð: 20.000 krónur á mann.

 

Innifalið í verðinu er:

 

  • 8 hóptímar og 1 einkatími.
  • 2 klst í Protee golfhermi að loknu námskeiði.

Skráning fer fram hjá Ágústi í síma 857 7009 eða á agust@gagolf.is