Golfmót Sjálboðaliða GA

Ágætu GA félagar.

Á morgun ætlum við að halda golfmót fyrir alla þá GA félaga sem störfuðu sem sjálfboðaliðar á Íslandsmótinu í golf sem fram fór hér í sumar sem og alla aðra sjálfboðaliða GA sem hafa hjálpað okkur í sumar.

Skráning í mótið fer fram á golf.is.  Skráningin þar er eingöngu til að sjá hverjir ætla að taka þátt í þessu móti ekki til að raða í rástíma.

Við setjum svo upp skemmtilega liðakeppni og röðum í lið og skemmtum okkur á golfvellinum.

Það er mæting kl. 11:30 og verða þá hamborgarar og með því í boði.  Ræst verður út af öllum teigum kl. 12:30.

Að móti loknu verður svo verðlaunaafhending.

Vonandi sjá sem flestir  sér fært að mæta.