Golfmót næstkomandi sunnudag til styrktar unglingastarfi GA

Golfmót næstkomandi sunnudag - Flott verðlaun í boði.

Næstkomandi sunnudag verður púttmót haldið til styrktar unglingastarfi GA.

Keppnisfyrirkomulagið er Texas Scramble, þ.e. tveir saman í liði og betra skor á holu telur.  

Þátttökugjald er 2000 krónur á lið.

Flott verðlaun í boði fyrir þrjú efstu liðin.

Einnig verður slegið upp keppni í næstur holu í Trackman herminum.  

Þátttökugjaldið í næstur holu er 500 krónur, fyrir þann pening fá kylfingar þrjár tilraunir til þess að koma sér eins nálægt holu og hægt er.  

Hægt er að kaupa sér fleiri tilraunir gegn 500 króna gjaldi fyrir hverja tilraun.

Verðlaun fyrir þann kylfing sem verður næstu holu er einkatími í Trackman með Brian.

Hægt er að mæta á milli 11:00 og 14:00 og taka þátt í þessum skemmtilegu mótum og styðja um leið við unglingana okkar.

Hlökkum til að sjá ykkur.