Golfmót Iðnfélaganna laugardaginn 11.september

Golfmót Iðnfélaganna verður haldið á Jaðarsvelli 11. september næstkomandi.

Leikið verður tveggja manna Texas Scramble og er samanlögð forgjöf kylfinga deilt með 3 til að finna út liðsforgjöf. 

Mæting er kl.12:30 og er ræst út af öllum teigum kl.13:00. 

Verðlaunaafhending og matur að leik loknum. Athugið að félagsmenn geta tekið með sér með maka eða einn gest til þátttöku. 

Skráning er í mótið inn á golfbox eða í síma 462-2974 eða á gagolf@gagolf.is.