Golfmót iðnaðarmanna á Jaðri í september

Golfmót iðnfélaganna verður haldið í fyrsta skipti sameiginlega, þann 1. september á Jaðarsvelli. Innifalið í mótsgjaldi eru teiggjöf, hádegismatur, og kvöldmatur að spili loknu. 

 

Keppt verður í höggleik og punktakeppni, en einnig verða nándarverðlaun fyrir hittna kylfinga og úrdráttur skorkorta, þannig til mikils er að vinna í þessu flotta móti. 

 

Meiri upplýsingar koma síðar en skráning er hafin í mótið á golf.is. Einnig má hafa samband við skrifstofu golfklúbbsins í síma 462-2974 eða senda póst á skrifstofa@gagolf.is