Golfkynning grunnskólabarna

Yfir 500 börn á golfkynningu.

Golfklúbbur Akureyrar hefur nú í tvær vikur staðið fyrir stuttri kynningu á golfi sem boðin var nú í fyrsta sinn öllum grunnskólabörnum á Akureyri í 3. og 4. bekk.

Mikill áhugi var hjá krökkunum og þegar seinni kynningaviku lýkur þá hafa yfir 500 börn komið frá Lundaskóla, Glerárskóla, Oddeyrarskóla, Brekkuskóla og Hrísey - kynning þessi var í höndum kennara okkar David Barnwell ásamt unglingaráði GA. 

 

Í sumar mun Golfklúbburinn starfrækja Golfskóla eins og undanfarin ár.

 

Sjá allt um unglingastarf GA hér til hliða - Tenging við unglingasíðu.